Fótbolti

Foden: Þetta var ekki auðvelt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Foden í leiknum í kvöld.
Phil Foden í leiknum í kvöld. vísir/getty

Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld.

Man. City miðjumaðurinn lék fyrstu 68 mínútur leiksins en segist augljóslega hafa verið glaður í leikslok.

„Augljóslega. Við erum ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Foden í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

„Þetta var ekki létt og þeir gerðu þetta okkur mjög erfitt fyrir. Þeir vörðust vel en ánægður ná sigrinum að lokum.“

Hann var ánægður með frammistöðu enska liðsins þó að þeir hafi ekki skapað sér mörg færi.

„Við spiluðum vel. Við sköpuðum ekki eins mikið og vildum en þurftum bara halda hraðanum og gerðum það að endingu.“

England virtist vera komast yfir í fyrri hálfleik en markið var svo dæmt af. Foden fannst þetta ver mark.

„Ég hélt þetta væri mark en ég hef ekki séð atvikið aftur. Mér sýndist þetta vera löglegt mark.“

Hann segir magnað að vera búinn að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir England.

„Ótrúlegt. Að spila minn fyrsta leik með England. Þetta er draumur að rætast.“

Klippa: Viðtal við Phil Foden

Tengdar fréttir

Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×