Fótbolti

Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamren.
Erik Hamren. vísir/getty

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

„Ég er mjög vonsvikinn. Þetta er eitt versta tap mitt á ferlinum,“ sagði Hamren í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

„Við vorum frábærir. Við vissum að við þyrftum að verjast vel. Leikmennirnir gerðu allt sem við töluðum um og það sem við höfum æft.“

„Þeir fengu ekkert að lokum. Vonandi verða leikmennirnir stoltir af frammistöðunni á morgun en núna er þetta ekkert nema vonbrigði.“

Hann segir að breytingin sem var gerð skömmu fyrir leik, er Albert Guðmundsson kom inn í stað Kolbeins Sigþórssonar, hafi verið vegna meiðsla Kolbeins.

„Kolbeinn fann til í kálfanum,“ en Svíinn var ansi ánægður með frammistöðu sinna manna.

„Mér fannst við gera þetta mjög vel. Ég hef ekki séð vítið en leikmennirnir sögðu ekki að þetta hafi verið víti.“

„Við brenndum af víti og ég er vonsvikinn en mjög ánægður með leikmennina.“

„Við vissum að þeir eru góðir og við vissum að við yrðum að vera þéttir og hjálpa hvor öðrum og við gerðum það.“

Hann segist ekki hafa hugsað neitt um leikinn gegn Belgíu sem bíður í næstu viku.

„Ég hef ekki hugsað í eina mínútu um þann leik en núna líður mér illa fyrir hönd leikmannanna. Ég byrja hugsa um þann leik á morgun.“

Klippa: Viðtal við Erik Hamren

Tengdar fréttir

Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker

Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu.

Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri

Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×