Fótbolti

Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyle Walker fékk fyrra gula spjaldið sitt fyrir að brjóta á Alberti Guomundssyni.
Kyle Walker fékk fyrra gula spjaldið sitt fyrir að brjóta á Alberti Guomundssyni. Getty/Hafliði Breiðfjord

Íslenska landsliðið er að standa sig vel í leiknum á móti Englandi í Þjóðadeildinni og er nú að spila ellefu á móti tíu.

Englendingar urðu manni færri á vellinum tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar bakvörðurinn Kyle Walker fékk að líta rauða spjaldið.

Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu fyrir klaufalegt brot á Arnóri Ingva Traustasyni.

Walker hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á 33. mínútu þegar hann braut á Alberti Guðmundssyni.

Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem Kyle Walker fékk í leiknum.

Klippa: Rauða spjaldið sem Kyle Walker fékk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×