Fótbolti

Twitter eftir tapið grát­lega gegn Eng­landi: „Wal­ker er með þrjá í greindar­vísi­tölu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kyle Walker í baráttunni við Albert Guðmundsson.
Kyle Walker í baráttunni við Albert Guðmundsson. vísir/hulda margrét

Twitter var eins og svo oft áður lifandi vettvangur yfir landsleikjum Íslands í fótbolta.

Íslenska landsliðið spilaði ansi þéttan varnarleik í dag. Enska liðið kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markð var dæmt af.

Kyle Walker var svo sendur í bað í síðari hálfleik og lék íslenska liðið einum manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar.

Íslensku strákarnir náðu þó ekki að halda út og Raheem Sterling skoraði sigurmark enska landsliðsins út vítaspyrnu undir lokin.

Birkir Bjarnason gat jafnað úr íslensku víti í uppbótartíma en skaut yfir.  Fín frammstaða en ekkert stig úr fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið.

Hér að neðan má sjá brot af því besta úr Twitter-heiminum.


Tengdar fréttir

Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker

Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu.

Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri

Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×