Fótbolti

Fimm leikmenn og starfsmenn Valencia greinst með COVID-19

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Garay hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er ári.
Garay hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er ári. Quality Sport Images/Getty Images

Alls hafa fimm leikmenn og starfsmenn spænska úrvalsdeildarliðsins Valencia greinst með kórónuveiruna. Ezequiel Garay, varnarmaður liðsins, er þar á meðal og greindist hann fyrst.

BBC greinir frá.

Argentíski miðvörðurinn hefur þó ekki fengið veiruna eftir einvígi Valencia og Atalanta, frá Ítalíu, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem hann er frá vegna meiðsla. Garay sleit krossbönd í febrúar og hefur því vægast sagt byrjað árið illa.

Atalanta er staðsett í Bergamo sem er nánast í miðjunn á faraldrinum sem geysar nú um Ítalíu en það er það Evrópuland sem hefur komið verst út úr faraldrinum hingað til. Alls hafa 1440 manns dáið á Ítalíu eftir að hafa fengið veiruna.

Leikmaðurinn sagði sjálfur frá á samfélagsmiðlinum Instagram og er nú kominn í sjálfskipaða sóttkví þar sem hann bíður meðhöndlunar.

„Mér líður vel og eina sem ég get gert núna er að hlusta á heilbrigðisyfirvöld,“ sagir Garay meðal annars í færslu sinni.

Garay gæti ekki hafa meiðst, né lent í þessum veikindum, á verri tíma en samningur hans við Valencia rennur út í sumar.

Í síðustu viku fór allt lið Real Madrid í sóttkví eftir að leikmaður körfuboltaliðs félagsins greindist með veiruna. Í kjölfarið var öllum leikjum deildarinnar frestað.


Tengdar fréttir

Spænska úrvalsdeildin frestar næstu tveimur umferðum

Spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur ákveðið að fresta næstu tveimur umferðum ótímabundið eftir að allir leikmenn Real Madrid voru sendir í sóttkví þar sem leikmaður körfuboltaliðs félagsins hefur greinst með kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×