Íslenski boltinn

Máni segir Ágúst hug­rakkan | Botn­liðin ekki unnið jafn fáa leiki síðan 1997

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Máni hrósaði Ágústi Gylfasyni fyrir að taka slaginn með Gróttu. Hér má sjá Ágúst létt pirraðan á hliðarlínunni gegn Blikum nýverið.
Máni hrósaði Ágústi Gylfasyni fyrir að taka slaginn með Gróttu. Hér má sjá Ágúst létt pirraðan á hliðarlínunni gegn Blikum nýverið. Vísir/HAG

Í síðasta þætti Pepsi Max Stúkunnar var farið yfir stöðuna hjá Gróttu en liðið situr sem stendur í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar í fótbolta og stefnir í að nýliðarnir verði aðeins eitt ár í efstu deild.

Ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Tómas Ingi Tómasson sem sérfræðingar.

„Það var þannig að Gústi [Ágúst Gylfason] var hugrakkur að fara í þetta verkefni. Það var búið að bjóða fullt af þjálfurum þetta en það var enginn nægilega hugrakkur til að fara í þetta. Gústi er nægilega mikill maður í það að fara í þetta verkefni,“ sagði Máni.

Hann skaut svo létt á Óskar Hrafn Þorvaldsson – núverandi þjálfara Breiðabliks – en Óskar Hrafn kom Gróttu upp úr 2. deildinni og í þá efstu á aðeins tveimur árum.

„Grótta gat ekki gert neitt annað en að fara með þennan mannskap í Pepsi Max deildina,“ bætti Máni við og vitnar þar í þá staðreynd að Grótta borgar leikmönnum sínum ekki laun.

Þá baunar Máni á þá sem hafa ekki verið tilbúnir að taka slaginn með Gróttu.

Að lokum fór Gummi yfir árangur þriggja neðstu liða Pepsi Max deildarinnar en það þarf að fara aftur til ársins 1997 til að finna jafn fáa sigra og hjá neðstu tveimur liðunum á þessum tímapunkti mótsins.

Sjá má þetta skemmtilega innslag í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Stúkan - Gróttu umræða

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×