Svo gott sem hættir að verja Amasonfrumskóginn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 11:37 Hér má sjá svæði þar sem bændur brenndu frumskóginn til að nota landið undir ræktun nautgripa. AP/Andre Penner Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins. Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins.
Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira