Fótbolti

Björn Daníel: Þeir eru ekki eins góðir og þeir litu út í fyrri hálf­leik

Andri Már Eggertsson skrifar
Björn í leiknum í kvöld.
Björn í leiknum í kvöld. vísir/daníel

FH lauk sinni þáttöku í Evrópukepninni með 2-0 tapi á móti Dunajska Streda frá Slóvakíu.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og því sanngjörn niðurstaða.

„Mér fannst þeir verðskulda þetta eftir fyrrihálfleikinn hjá þeim, við fengum ágætis tækifæri til að skora en við gátum bara ekki opnað þá nógu mikið, einsog fyrirkomulagið er núna í þessari keppni er bara einn leikur þannig við þurftum að reyna að skora og setja marga fram sem þeir nýttu sér og slökktu á okkur,” sagði Björn Daníel.

Björn var ánægður með kraftinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik sem var talsvert betri en sá fyrri.

„Þeir sköpuðu lítið af færum í fyrri hálfleik en voru þó meira með boltann og komust í hættulegar stöður þar sem við stigum þá ekki nægilega mikið út, við sýndum baráttu í seinni hálfleik þar gáfu menn allt í leikinn,” sagði Björn Daníel.

Dunajska Streda eru efstir i Slóvakíu með fullt hús stiga og talaði Björn Daníel um að það væri enginn tilviljun því þeir eru mjög góðir þar sem deildin í Slóvakíu er góð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×