„Ég finn að þetta er tímapunkturinn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon fagna sigrinum. VÍSIR/GETTY „Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53
Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00