Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að þóknast Trump Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 17:26 Heiðar Guðjónsson. „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
„Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira