Íslenski boltinn

Skilur vel svekktan þjálfara Fram: „Sjálfur styð ég líka mitt lið meira af ástríðu en yfirvegun“

Birgir Olgeirsson skrifar
Páll Magnússon er Eyjamaður og mikill stuðningsmaður ÍBV. 
Páll Magnússon er Eyjamaður og mikill stuðningsmaður ÍBV.  Vísir/Vilhelm

„Ég skil vel að þjálfari Fram hafi verið svekktur eftir að hafa tapað þessum hörkuleik í uppbótartíma,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi um ummæli þjálfara Fram, Jón Þóri Sveinsson.

Jón Þórir var ekki hrifinn af framkomu þingmannsins í stúkunni þegar ÍBV hafði 2 – 1 sigur gegn Fram í uppbótartíma í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í gærkvöldi.

Áhorfendabann er á knattspyrnuleikjum en liðin mega hafa tíu fulltrúa á hverjum leik. Páll var einn þeirra tíu sem ÍBV hafði í stúkunni í gærkvöldi.

Jón Þórir sagði óþarfa dónaskap hafa borist frá ÍBV-mönnum í stúkunni og nefndi þar sérstaklega Pál Magnússon.

„Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi,“ sagði Jón Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn. 

Í samtali við Vísi segir Páll segir þetta orðaskak ekki kalla á neina eftirmála að hálfu hans.

„Sjálfur styð ég líka mitt lið meira af ástríðu en yfirvegun. Þetta orðaskak, sem var um dómgæslu í hita leiksins, kallar hins vegar ekki á neina eftirmála af minni hálfu,“ segir Páll.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×