Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög hvetjandi leikmaður en stundum þarf hún líka hvatningu sjálf. Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira