Enski boltinn

Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Maguire hefur verið fundinn sekur.
Harry Maguire hefur verið fundinn sekur. Getty/Simon Stacpoole

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni. Leikmaðurinn hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu.

Maguire var dæmdur fyrir árás, að sýna mótþróa við handtöku og að reyna múta lögreglumönnum.

Fréttastofa Sky greinir frá.

Maguire var valinn í landsliðshóp Engands sem mætir Íslands og Danmörku í Þjóðadeildinni í byrjun september. Nú er alls óvíst hvort miðvörðurinn nái þeim leikjum en lögfræðingur hans mun eflaust áfrýja dómnum.

Leikmaðurinn er þó ekki staddur í Grikklandi en hann fékk að fara til Englands þó það ætti eftir að dæma í málinu. Sömu sögu var að segja af hinum tveimur Bretunum sem voru handteknir á sama tíma og Maguire.

Ekki kemur fram hvort hinir tveir hafi verið dæmdir.


Tengdar fréttir

Maguire heldur fram sakleysi sínu

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×