Fótbolti

Sýndu líf Söru og félaga á bak við tjöldin þegar þær fóru áfram í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir hitar upp fyrir fyrsta Meistaradeildarleik sinn með Olympique Lyon liðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir hitar upp fyrir fyrsta Meistaradeildarleik sinn með Olympique Lyon liðinu. Getty/Alex Caparros

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru komnar í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þær mæta Paris Saint-Germain annað kvöld.

Sara Björk Gunnarsdóttir var þarna að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar staðan var 1-0. Lyon komst síðan í 2-0 áður en Bayern minnkaði muninn.

Olympique Lyon sýndi svipmyndir frá þessu degi í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í myndbandinu er sýnt frá ferðalaginu á leikinn, búningsklefanum og blaðamannafundinum fyrir leikinn. Þar er einnig sýnt frá liðsfundinum og samstöðuna í klefanum fyrir leikinn.

Það þarf hins vegar að kaupa sér aðgang að OLPLAY, vefsjónvarpi Lyon liðsins, til að sjá lengri útgáfu og fögnuð stelpnanna í klefanum eftir leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá æfingu liðsins.

Mótherjarnir í undanúrslitum er lið Paris Saint-Germain og fer sá leikur fram annað kvöld. Hinn undanúrslitaleikurinn, á milli VfL Wolfsburg og Barcelona fer aftur á móti fram í kvöld.

Leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending frá leik Wolfsburg og Barcelona klukkan 18.50 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×