Ótrúleg saga „Usain Bolt fótboltans“ sem er nú lykilmaður í Evrópumeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Alphonso Davies fagnar sigri í Meistaradeildinni með Joshua Zirkzee sem er nítján ára hollenskur framherji. Getty/Miguel A. Lopes Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira