Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 19:50 Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún. Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún.
Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira