Fótbolti

Mbappe fór í skoðun vegna kórónuveirunnar en ólíklegt þykir að hann sé með veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í leik með PSG fyrir hálfum mánuði.
Mbappe í leik með PSG fyrir hálfum mánuði. vísir/getty
Kylian Mbappe, stórstjarna PSG, var veikur og æfði ekki með franska liðinu á mánudaginn og það vakti áhyggjur forráðamanna félagsins að hann væri kominn með kórónuveiruna.

L’Equipe greinir frá því að forráðamenn félagsins hafi sent Mbappe í skoðun í dag en ólíklegt þykir að hann sé með veiruna. Niðurstöðurnar úr skoðuninni koma þó á morgun en óvíst er hvort Mbappe verði klár í slaginn á morgun.

PSG á einmitt leik á morgun er liðið spilar við Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frönsku meistararnir eru 2-1 undir eftir fyrri leikinn.

Leikið verður fyrir luktum dyrum, einmitt vegna kórónuveirunnar, svo ekki geta þeir frönsku treyst á sína stuðningsmenn á morgun. PSG datt út fyrir Man. United í 16-liða úrslitunum í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×