Grealish vill leiða Aston Villa til sigurs á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 15:00 Grealish vonast til að lyfta titli síðar í dag. Vísir/Getty Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00