Bréf litla Man. United stuðningsmannsins virðist nú hafa haft áhrif á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 11:00 Andy Robertson kallar á liðsfélaga sinn Mohamed Salah eftir að Watford skoraði þriðja markið sitt um helgina. Getty/Julian Finney Liverpool fer ekki taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en það er ljóst eftir óvæntan skell liðsins á móti Watford um helgina. Þetta var annað tap Liverpool á stuttum tíma og þau hafa bæði komið eftir að Klopp frá bréf frá hinum tíu ára gamla Daragh Curley. Daragh Curley er tíu ára stuðningsmaður Manchester United sem komst í fréttirnar eftir að hann sendi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk svar til baka. Daragh Curley var búinn að fá nóg af sigurgöngu Liverpool liðsins á þessari leiktíð og biðlaði til Klopp að fara nú að tapa einhverjum leikjum. „Liverpool liðið er að vinna alltaf mikið af leikjum. Svo gerðu það láttu Liverpool tapað í næsta leik,“ skrifaði hinn tíu ára gamli Daragh Curley. Daragh Curley: ‘The next time Liverpool play please make them lose. You should just let the other team score’ Since then: Atletico 1-0 Liverpool, Watford 3-0 Liverpool ?? Daragh has Klopp on strings https://t.co/azxrBKYmec— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 1, 2020 Liverpool liðið var þá komið með 22 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna sautján leiki í röð í deildinni. Klopp sendi stráknum flott svar þar sem hann sagði þó ekki getað orðið við beiðni hans. Liverpool liðið hafi alltaf og muni alltaf spila til sigurs undir hans stjórn. Klopp hughreysti samt strákinn með því að Liverpool myndi örugglega tapa einhverjum leikjum því þannig væri nú bara fótboltinn. Liverpool tapaði 1-0 í fyrri leik sínum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fór 18. febrúar og tapaði síðan 3-0 á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Á sama tíma hefur Manchester United farið taplaust í gegnum sína leiki. Jafnteflið á móti Everton um helgina var áttundi leikur United í röð án þess að tapa. Já nú er miklu lengra síðan að Manchester United liðið tapaði en Liverpool. Liverpool menn eru líka búnir að tapa tvisar sinnum síðan að United tapaði síðast. Liverpool menn hafa samt ekki misst af neinu þrátt fyrir þessi tvö töp. Þeir eiga eftir seinni leikinn á móti Atletico Madrid á heimavelli og eru ennþá með 22 stiga forystu á Manchester City því City liðið var upptekið af því að vinna enska deildabikarinn um helgina. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool fer ekki taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en það er ljóst eftir óvæntan skell liðsins á móti Watford um helgina. Þetta var annað tap Liverpool á stuttum tíma og þau hafa bæði komið eftir að Klopp frá bréf frá hinum tíu ára gamla Daragh Curley. Daragh Curley er tíu ára stuðningsmaður Manchester United sem komst í fréttirnar eftir að hann sendi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk svar til baka. Daragh Curley var búinn að fá nóg af sigurgöngu Liverpool liðsins á þessari leiktíð og biðlaði til Klopp að fara nú að tapa einhverjum leikjum. „Liverpool liðið er að vinna alltaf mikið af leikjum. Svo gerðu það láttu Liverpool tapað í næsta leik,“ skrifaði hinn tíu ára gamli Daragh Curley. Daragh Curley: ‘The next time Liverpool play please make them lose. You should just let the other team score’ Since then: Atletico 1-0 Liverpool, Watford 3-0 Liverpool ?? Daragh has Klopp on strings https://t.co/azxrBKYmec— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 1, 2020 Liverpool liðið var þá komið með 22 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna sautján leiki í röð í deildinni. Klopp sendi stráknum flott svar þar sem hann sagði þó ekki getað orðið við beiðni hans. Liverpool liðið hafi alltaf og muni alltaf spila til sigurs undir hans stjórn. Klopp hughreysti samt strákinn með því að Liverpool myndi örugglega tapa einhverjum leikjum því þannig væri nú bara fótboltinn. Liverpool tapaði 1-0 í fyrri leik sínum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fór 18. febrúar og tapaði síðan 3-0 á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Á sama tíma hefur Manchester United farið taplaust í gegnum sína leiki. Jafnteflið á móti Everton um helgina var áttundi leikur United í röð án þess að tapa. Já nú er miklu lengra síðan að Manchester United liðið tapaði en Liverpool. Liverpool menn eru líka búnir að tapa tvisar sinnum síðan að United tapaði síðast. Liverpool menn hafa samt ekki misst af neinu þrátt fyrir þessi tvö töp. Þeir eiga eftir seinni leikinn á móti Atletico Madrid á heimavelli og eru ennþá með 22 stiga forystu á Manchester City því City liðið var upptekið af því að vinna enska deildabikarinn um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira