Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 12:00 Ronny Johnsen, Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna sigri Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Getty/Pierre Minier Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3) Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3)
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira