Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 11:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum síðast vor. Getty/Harriet Lander Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira