Hinn átján ára gamli Gilmour átti næstum því fimmtíu fleiri heppnaðar sendingar en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 09:30 Billy Gilmour fékk frábæra dóma en það er ekki hægt að segja það sama um Gylfa Þór Sigurðsson. Samsett/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira