Bestu kvennalið Evrópu hefja leik í Baskalandi og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér Þýskalandsmeistaratitlinum með nú fyrrum liðsfélögum sínum í VfL Wolfsburg liðinu. Getty/Maja Hitij Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira