Segir aðgerðir vegna faraldursins ganga gegn borgaralegum réttindum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:32 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlega mikilvægt að við stöndum vörð um réttindi borgaranna. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að við stöndum vörð við réttindi borgarana á tímum sem þessum. Það sé ekki deilumál að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til um heim allan vegna kórónuveirufaraldursins hafi gengið gegn borgaralegum réttindum og réttindum sem við teljum sjálfsögð. „Við höfum verið tilbúin til þess að sætta okkur við slíka skerðingu vegna þess að við teljum að það séu hagsmunir okkar allra, bæði sem einstaklinga en líka fjölskyldu okkar og þjóðfélagsins, að sætta okkur við slíka skerðingu,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En slík skerðing getur ekki verið til lengri tíma nema þá að við ræðum það og nema þá að löggjafinn komi að ákvörðun um hvernig skuli staðið að og það sem skiptir líka máli er að við vitum hvenær þessu lýkur, hvað þarf að gerst til þess að við endurheimtum þessi sjálfsögðu réttindi.“ „Getum ekki látið óttann stjórna öllu því sem við gerum“ Mikilvægt sé að ekki aðeins sé hugað að sóttvarnamálum og efnahagsmálum eða möguleikum okkar til að standa undir velferðarkerfinu heldur einnig hinum borgarlegu réttindum sem við höfum. Tekið hafi árhundruði að berjast fyrir þeim réttindum sem okkur þyki nú sjálfsögð. Réttindum til að koma saman, til að segja það sem okkur finnst og réttindi til að eiga samskipti við annað fólk á okkar eigin forsendum og forsendum þeirra sem við eigum í samskiptum við. „Þetta er ekkert smámál, vegna þess að við viljum geta ræktað vini okkar, við viljum geta fagnað á gleðidögum, fjölskylduhátíðum. Við viljum geta fagnað vinum okkar þegar þeir ganga í hjónaband, við viljum geta kvatt vini okkar eða fjölskyldumeðlimi að leiðarlokum og þakkað fyrir og svo framvegis. Þetta allt er meira og minna takmarkað og við höfum sætt okkur við það í ákveðinn tíma en það hlýtur að koma að því að við segjum: heyrðu, nei,“ segir Óli Björn. „Við þurfum aðeins að huga þessum réttindum vegna þess að þetta er spurning um mannlegt líf okkar og hvernig við högum okkur. Við getum ekki látið bara óttann stjórna öllu því sem að við gerum og takmarka þar með okkar samfélagslegu samneyti vegna þess að þannig molnar samfélagið sjálft.“ Hann segir mikilvægt að almenningur geti gert kröfu til þess að einhverjar takmarkanir séu á því hvað gert sé til að hægt sé að létta á þeim kvöðum sem sett hafa verið á. „Það er lágmarksskylda, í neyðarástandi hafa stjórnvöld miklu rýmri eða ákveðnar heimildir til að takmarka þessi borgarlegu réttindi. Um það er ekki verið að deila og ég er ekki að deila á það.“ Kominn tími til að löggjafinn og almenningur komi að ákvarðanatöku „Það eru sex mánuðir frá því þessi ömurlega farsótt byrjaði að herja af einhverju ráði á Vesturlönd og það er eðlilegt í neyðarástandi, þegar menn vita ekki nákvæmlega hvað er verið að berjast við, að menn grípi til einhverra slíkra ráðstafana,“ segir Óli Björn. „En það hlýtur líka að vera krafa að þegar menn hafa áttað sig betur á hlutunum að menn setjist þá niður og stjórnvöld sæki þá heimild til þar til bærra aðila, sem í þessu tilfelli er þá löggjafinn, en það ætti líka að fara fram almenn umræða hér, í fjölmiðlum og meðal almennings um hvað við erum tilbúin til að gera.“ Þó megi hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir hve vel hafi tekist í baráttunni við veiruna án þess að gengið hafi verið jafn langt og í mörgum öðrum ríkjum. „Ég skil ekki hvernig almenningur í sumum löndum hefur sætt sig við að vera í nærri stofufangelsi. Með heilu fjölskyldurnar, mánuðum saman, það hefur ekki gerst hér.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað beita sænsku leiðinni hér segist hann ekki vera nógu vel að sér í þeim málum. „Ég veit ekki hvort sænska leiðin hafi verið skynsamlegri eða ekki. Ég hygg að við eigum svo margt eftir ólært í baráttu við svona skæðar farsóttir og það er lærdómur sem við eigum eftir að draga hér næstu árin og áratugina, ekki bara á sviði heilbrigðismála heldur einnig á sviði efnahagsmála.“ „En það breytir ekki hinu, að þegar við erum að kljást við svona, því það mun líklegast þurfa að gera það einhvern tíma aftur, þá verðum við að passa að það sé ekki verið að ganga á réttindi einstaklinga nema rík rök liggja að baki,“ segir Óli Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Óla Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48 „Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16 Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að við stöndum vörð við réttindi borgarana á tímum sem þessum. Það sé ekki deilumál að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til um heim allan vegna kórónuveirufaraldursins hafi gengið gegn borgaralegum réttindum og réttindum sem við teljum sjálfsögð. „Við höfum verið tilbúin til þess að sætta okkur við slíka skerðingu vegna þess að við teljum að það séu hagsmunir okkar allra, bæði sem einstaklinga en líka fjölskyldu okkar og þjóðfélagsins, að sætta okkur við slíka skerðingu,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En slík skerðing getur ekki verið til lengri tíma nema þá að við ræðum það og nema þá að löggjafinn komi að ákvörðun um hvernig skuli staðið að og það sem skiptir líka máli er að við vitum hvenær þessu lýkur, hvað þarf að gerst til þess að við endurheimtum þessi sjálfsögðu réttindi.“ „Getum ekki látið óttann stjórna öllu því sem við gerum“ Mikilvægt sé að ekki aðeins sé hugað að sóttvarnamálum og efnahagsmálum eða möguleikum okkar til að standa undir velferðarkerfinu heldur einnig hinum borgarlegu réttindum sem við höfum. Tekið hafi árhundruði að berjast fyrir þeim réttindum sem okkur þyki nú sjálfsögð. Réttindum til að koma saman, til að segja það sem okkur finnst og réttindi til að eiga samskipti við annað fólk á okkar eigin forsendum og forsendum þeirra sem við eigum í samskiptum við. „Þetta er ekkert smámál, vegna þess að við viljum geta ræktað vini okkar, við viljum geta fagnað á gleðidögum, fjölskylduhátíðum. Við viljum geta fagnað vinum okkar þegar þeir ganga í hjónaband, við viljum geta kvatt vini okkar eða fjölskyldumeðlimi að leiðarlokum og þakkað fyrir og svo framvegis. Þetta allt er meira og minna takmarkað og við höfum sætt okkur við það í ákveðinn tíma en það hlýtur að koma að því að við segjum: heyrðu, nei,“ segir Óli Björn. „Við þurfum aðeins að huga þessum réttindum vegna þess að þetta er spurning um mannlegt líf okkar og hvernig við högum okkur. Við getum ekki látið bara óttann stjórna öllu því sem að við gerum og takmarka þar með okkar samfélagslegu samneyti vegna þess að þannig molnar samfélagið sjálft.“ Hann segir mikilvægt að almenningur geti gert kröfu til þess að einhverjar takmarkanir séu á því hvað gert sé til að hægt sé að létta á þeim kvöðum sem sett hafa verið á. „Það er lágmarksskylda, í neyðarástandi hafa stjórnvöld miklu rýmri eða ákveðnar heimildir til að takmarka þessi borgarlegu réttindi. Um það er ekki verið að deila og ég er ekki að deila á það.“ Kominn tími til að löggjafinn og almenningur komi að ákvarðanatöku „Það eru sex mánuðir frá því þessi ömurlega farsótt byrjaði að herja af einhverju ráði á Vesturlönd og það er eðlilegt í neyðarástandi, þegar menn vita ekki nákvæmlega hvað er verið að berjast við, að menn grípi til einhverra slíkra ráðstafana,“ segir Óli Björn. „En það hlýtur líka að vera krafa að þegar menn hafa áttað sig betur á hlutunum að menn setjist þá niður og stjórnvöld sæki þá heimild til þar til bærra aðila, sem í þessu tilfelli er þá löggjafinn, en það ætti líka að fara fram almenn umræða hér, í fjölmiðlum og meðal almennings um hvað við erum tilbúin til að gera.“ Þó megi hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir hve vel hafi tekist í baráttunni við veiruna án þess að gengið hafi verið jafn langt og í mörgum öðrum ríkjum. „Ég skil ekki hvernig almenningur í sumum löndum hefur sætt sig við að vera í nærri stofufangelsi. Með heilu fjölskyldurnar, mánuðum saman, það hefur ekki gerst hér.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað beita sænsku leiðinni hér segist hann ekki vera nógu vel að sér í þeim málum. „Ég veit ekki hvort sænska leiðin hafi verið skynsamlegri eða ekki. Ég hygg að við eigum svo margt eftir ólært í baráttu við svona skæðar farsóttir og það er lærdómur sem við eigum eftir að draga hér næstu árin og áratugina, ekki bara á sviði heilbrigðismála heldur einnig á sviði efnahagsmála.“ „En það breytir ekki hinu, að þegar við erum að kljást við svona, því það mun líklegast þurfa að gera það einhvern tíma aftur, þá verðum við að passa að það sé ekki verið að ganga á réttindi einstaklinga nema rík rök liggja að baki,“ segir Óli Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Óla Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48 „Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16 Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48
„Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16
Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54