Liverpool mætir nýliðum Leeds í fyrsta leik í titilvörninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 08:10 Liverpool vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár á síðustu leiktíð. Leiðtogarnir Jordan Henderson og Virgil van Dijk fagna hér titlinum með félögum sínum í Liverpool liðinu. EPA-EFE/Phil Noble Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira