Fótbolti

„Hefur verið leik­maðurinn sem æsir mann upp en í kvöld var unun að horfa á hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar og Angel Di Maria fagna í gær.
Neymar og Angel Di Maria fagna í gær. vísir/getty

PSG er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á RB Leipzig í fyrri undanúrslitaleik keppninnar í gærkvöldi.

PSG var mun sterkari aðilinn í leiknum og brasilíski snillingurinn Neymar heldur áfram að spila vel í Meistaradeildinni.

Neymar hefur axlað meiri ábyrgð á þessari leiktíð og hefur leikið afar vel í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég hef aldrei verið aðdáandi Neymar. Hann hefur lengi verið gaurinn sem æsir mann upp en í kvöld var unun að horfa á hann,“ sagði fyrrum markvörðurinn, Rob Green.

Julien Laurens, franskur fótboltablaðamaður, sagði í samtali við BBC Radio 5 að Neymar sé mögulega búinn að þroskast.

„Þetta er Neymar sem spilar fyrir liðið, sem býður liðsfélögunum heim í kvöldmat. Þetta er Neymar sem sýnir ekki eða leikur svo mikið meira.“

„Kannski nú þegar hann er orðinn 28 ára þá er hann orðinn þroskaður og hefur fattað að það þarf að gerast eitthvað hjá þessu félagi. Tuchel hefur látið hann leiða þetta og ég held að hann virði það,“ sagði Julien.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×