Fimm leiðir til að auðvelda okkur að taka gagnrýni Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:00 Það finnst engum auðvelt að fá á sig gagnrýni. Gagnrýni getur hins vegar verið af hinu góða þótt sum gagnrýni eigi ekki rétt á sér. Vísir/Getty Það geta fáir sagt að þeir eigi auðvelt með að taka gagnrýni. Flestum finnst það í reynd frekar erfitt. Sumir bregðast reiðir við. Aðrir verða móðgaðir eða sárir. Sumir eru vanari gagnrýni en aðrir. Rithöfundur þarf til dæmis að gera ráð fyrir gagnrýni og það sama á við um marga í lista- og menningargeiranum. Svo ekki sé talað um fólk í stjórnmálum eða fjölmiðlum. Metsölurithöfundurinn Steven Pressfield gaf út bókina ,,The Art of War.“ Hann segir fólk sem fær gagnrýni í starfi sínu eigi að líta á gagnrýnina sem tækifæri til að eflast og læra. Þá séu nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að taka gagnrýni ekki of nærri sér. Að hans sögn eru einkum fimm atriði sem skipta máli. 1. Treystu innsæinu. Í flestum tilfellum er fólk að gagnrýna eitthvað hjá þér af góðum hug. Ætlunin er sjaldnast að lítillækka einhvern. Við þurfum samt öll að átta okkur á því að ekki er öll gagnrýni nytsamleg. Átti gagnrýnin rétt á sér eða var hún einungis að endurspegla skoðun einhvers sem er þér ekki sammála? Var hún málefnaleg? Svarið við þessum spurningum finnur þú oft innra með sjálfum þér. 2. Þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér: Sættu þig við það. Það er enginn sem hefur alltaf rétt fyrir sér. Og það er heldur enginn sem getur horft í baksýnispegilinn og sagt að hann eða hún hafi gert og sagt allt 100% rétt. Stundum er ágætt að hafa í huga að við höfum ekki alltaf rétt fyrir okkur og þess vegna getur verið gagnlegt að fá gagnrýni því stundum fær hún okkur til að víkka sjóndeildarhringinn. 3. Það mun aldrei öllum líka við þig. Þú munt aldrei gera alla ánægða. Að reyna að láta öllum líka við þig, vera þér sammála og ánægða með allt sem þú gerir er ekkert endilega góð leið fyrir þig, þín verk, þinn frama eða þína framtíðarsýn og skoðanir. Tökum stjórnmál sem dæmi. Það skiptir engu máli hversu jákvæð verkin eru í raun, öll verk þar eru gagnrýnd. Þetta þýðir að það er ekki ástæða til að fara í uppnám yfir allri gagnrýni og ekki markmið út af fyrir sig að öllum líki við þig. 4. Nýtt þér kvartanir og ónægju til að gera betur. Óánægja getur gagnast mjög vel því stundum lærum við mikið af kvörtunum og óánægju. Þær geta leiðbeint okkur í þá átt að gera enn betur. Í staðinn fyrir að líta á kvörtun sem gagnrýni er hægt að líta á hana sem góða ábendingu. Horfðu framhjá því hvernig gagnrýnin var borin upp af viðkomandi en leggðu áherslu á hvernig þú getur nýtt hana í þína þágu. 5. Ekki taka gagnrýni persónulega. Gagnrýni á vinnuna þína er ekki gagnrýni á þig persónulega. Við verðum að aðskilja þetta tvennt. Sem dæmi nefnir Pressfield blaðamann sem í störfum sínum les ummæli lesenda í kommentakerfum. Mörg þeirra geta ekki talist uppbyggileg. En sum kannski gagnleg og þau eru þau einu sem verðskulda þá athygli. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Það geta fáir sagt að þeir eigi auðvelt með að taka gagnrýni. Flestum finnst það í reynd frekar erfitt. Sumir bregðast reiðir við. Aðrir verða móðgaðir eða sárir. Sumir eru vanari gagnrýni en aðrir. Rithöfundur þarf til dæmis að gera ráð fyrir gagnrýni og það sama á við um marga í lista- og menningargeiranum. Svo ekki sé talað um fólk í stjórnmálum eða fjölmiðlum. Metsölurithöfundurinn Steven Pressfield gaf út bókina ,,The Art of War.“ Hann segir fólk sem fær gagnrýni í starfi sínu eigi að líta á gagnrýnina sem tækifæri til að eflast og læra. Þá séu nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að taka gagnrýni ekki of nærri sér. Að hans sögn eru einkum fimm atriði sem skipta máli. 1. Treystu innsæinu. Í flestum tilfellum er fólk að gagnrýna eitthvað hjá þér af góðum hug. Ætlunin er sjaldnast að lítillækka einhvern. Við þurfum samt öll að átta okkur á því að ekki er öll gagnrýni nytsamleg. Átti gagnrýnin rétt á sér eða var hún einungis að endurspegla skoðun einhvers sem er þér ekki sammála? Var hún málefnaleg? Svarið við þessum spurningum finnur þú oft innra með sjálfum þér. 2. Þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér: Sættu þig við það. Það er enginn sem hefur alltaf rétt fyrir sér. Og það er heldur enginn sem getur horft í baksýnispegilinn og sagt að hann eða hún hafi gert og sagt allt 100% rétt. Stundum er ágætt að hafa í huga að við höfum ekki alltaf rétt fyrir okkur og þess vegna getur verið gagnlegt að fá gagnrýni því stundum fær hún okkur til að víkka sjóndeildarhringinn. 3. Það mun aldrei öllum líka við þig. Þú munt aldrei gera alla ánægða. Að reyna að láta öllum líka við þig, vera þér sammála og ánægða með allt sem þú gerir er ekkert endilega góð leið fyrir þig, þín verk, þinn frama eða þína framtíðarsýn og skoðanir. Tökum stjórnmál sem dæmi. Það skiptir engu máli hversu jákvæð verkin eru í raun, öll verk þar eru gagnrýnd. Þetta þýðir að það er ekki ástæða til að fara í uppnám yfir allri gagnrýni og ekki markmið út af fyrir sig að öllum líki við þig. 4. Nýtt þér kvartanir og ónægju til að gera betur. Óánægja getur gagnast mjög vel því stundum lærum við mikið af kvörtunum og óánægju. Þær geta leiðbeint okkur í þá átt að gera enn betur. Í staðinn fyrir að líta á kvörtun sem gagnrýni er hægt að líta á hana sem góða ábendingu. Horfðu framhjá því hvernig gagnrýnin var borin upp af viðkomandi en leggðu áherslu á hvernig þú getur nýtt hana í þína þágu. 5. Ekki taka gagnrýni persónulega. Gagnrýni á vinnuna þína er ekki gagnrýni á þig persónulega. Við verðum að aðskilja þetta tvennt. Sem dæmi nefnir Pressfield blaðamann sem í störfum sínum les ummæli lesenda í kommentakerfum. Mörg þeirra geta ekki talist uppbyggileg. En sum kannski gagnleg og þau eru þau einu sem verðskulda þá athygli.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira