„Rasisminn hefur unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 23:30 Antonio Rüdiger í leiknum við Tottenham í gær. vísir/getty „Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rüdiger varð fyrir barðinu á kynþáttaníði frá áhorfendum í leik með Chelsea á Tottenham-leikvanginum í desember síðastliðnum. Tottenham og lögreglan hófu hvort um sig rannsókn á málinu en engar sannanir fundust fyrir fullyrðingum Rüdigers og því var ekki fleira aðhafst. Rüdiger, sem mátti þola baul frá hluta stuðningsmanna Tottenham í 2-1 sigri Chelsea í gær, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Sky í Þýskalandi: „Rasisminn hefur unnið. Hinir brotlegu munu geta mætt aftur á leikvanginn sem sýnir að þetta fólk hefur unnið,“ sagði Rüdiger, greinilega vonsvikinn yfir ráðaleysi yfirvalda. „Þetta snýst ekki bara um mig heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Þeim er aldrei refsað og á endanum er ég gerður að blóraböggli. Ég mun ekki gefast upp og ég hætti aldrei að láta rödd mína heyrast. Ég mun alltaf vera tilbúinn að láta í mér heyra en hvað þetta mál varðar þá stend ég einn,“ sagði Rüdiger, og bætti við: „Ef að ekkert breytist, ef að ungir krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi, þá töpum við. Við verðum að tala um hlutina af hreinskilni.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00 Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
„Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rüdiger varð fyrir barðinu á kynþáttaníði frá áhorfendum í leik með Chelsea á Tottenham-leikvanginum í desember síðastliðnum. Tottenham og lögreglan hófu hvort um sig rannsókn á málinu en engar sannanir fundust fyrir fullyrðingum Rüdigers og því var ekki fleira aðhafst. Rüdiger, sem mátti þola baul frá hluta stuðningsmanna Tottenham í 2-1 sigri Chelsea í gær, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Sky í Þýskalandi: „Rasisminn hefur unnið. Hinir brotlegu munu geta mætt aftur á leikvanginn sem sýnir að þetta fólk hefur unnið,“ sagði Rüdiger, greinilega vonsvikinn yfir ráðaleysi yfirvalda. „Þetta snýst ekki bara um mig heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Þeim er aldrei refsað og á endanum er ég gerður að blóraböggli. Ég mun ekki gefast upp og ég hætti aldrei að láta rödd mína heyrast. Ég mun alltaf vera tilbúinn að láta í mér heyra en hvað þetta mál varðar þá stend ég einn,“ sagði Rüdiger, og bætti við: „Ef að ekkert breytist, ef að ungir krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi, þá töpum við. Við verðum að tala um hlutina af hreinskilni.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00 Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00
Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00