Sport

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Sindri Sverrisson skrifar
Tyson Fury var glaðbeittur í fyrrakvöld eins og von er.
Tyson Fury var glaðbeittur í fyrrakvöld eins og von er. vísir/getty

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.

Flestir hnefaleikakappar láta sér nægja að þakka þjálfara sínum og aðstoðarmönnum, eða ræða aðeins um nýafstaðinn bardaga, þegar þeir eru teknir í viðtal í hringnum strax eftir sigur. Það var hins vegar nóg orka á tanknum hjá Fury eftir bardagann á laugardagskvöld svo hann ákvað að taka lagið og fórst það merkilega vel úr hendi, en hann söng lagið American Pie og fékk áhorfendur í Las Vegas til að taka vel undir með sér:





Wilder hafði ekki tapað í síðustu 43 bardögum sínum og Fury var ekki bara með einhver skemmtiatriði eftir sigurinn heldur hrósaði hann andstæðingi sínum fyrir hans framgöngu: „Mig langar að tala til heiðurs Deontay Wilder. Hann kom hingað í kvöld og sýndi kjark og dug sem aðeins meistarar hafa. Ég hæfði hann með hreinu hægri handar höggi sem kom honum niður en hann komst aftur á fætur. Hann er stríðsmaður. Hann mun snúa aftur. Hann verður meistari aftur. En ég vil samt segja að konungurinn er kominn aftur í hásætið!“

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×