Sport

Kennir inn­göngumúnderingunni um tapið fyrir Fury

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deontay Wilder í fullum skrúða.
Deontay Wilder í fullum skrúða. vísir/getty

Deontay Wilder hefur kennt inngöngubúningi sínum um tapið fyrir Tyson Fury á laugardaginn. Wilder sagði að búningurinn hafi verið of þungur og hann hefði verið kraftlaus í bardaganum.

Wilder gekk inn í hringinn í all svakalegri múnderingu; með brynju, grímu og kórónu. Búningurinn var óður til Black History Month en í febrúar á hverju ári fagna Bandaríkjamenn sögu svartra.

„Fury meiddi mig ekki en búningurinn var of þungur fyrir mig,“ sagði Wilder við Yahoo.

Að hans sögn vóg búningurinn rúm 18 kíló með öllu.

„Ég var máttlaus í fótunum í byrjun bardagans og í þriðju holu var ég búinn á því,“ sagði Wilder.

„Ég mátaði búninginn bara í fyrsta skipti kvöldið fyrir bardagann og hélt að hann yrði ekki svona þungur.“

Wilder vonast til að mæta Fury í þriðja skiptið. Fyrsti bardagi þeirra í desember 2018 endaði með jafntefli og Fury vann Wilder svo á laugardaginn eins og áður sagði.

Box

Tengdar fréttir

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×