Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 20:30 Pearson faðmar Troy Deeney, annan af markaskorurum Watford, eftir leik. Vísir/Getty Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45