Hanna „League Pass“ þjónustu fyrir ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Premflix gæti verið framtíðin fyrir áhugafólk um enska fótboltann. Hér á landi væri örugglega mikill áhugi. Samsett/Getty Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira