Valdís fann fyrir miklum leiða Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir var valin kylfingur ársins hjá GSÍ í fyrra en fann hins vegar fyrir miklum leiða. vísir/getty „Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér. Golf Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
„Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira