Man. United sagt ætla kaupa tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fyrir 160 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 12:30 James Maddison og Jack Grealish gætu orðið liðsfélagar hjá Manchester United á næsta tímabili. Getty/Chris Brunskill Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020 Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira