Man. United sagt ætla kaupa tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fyrir 160 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 12:30 James Maddison og Jack Grealish gætu orðið liðsfélagar hjá Manchester United á næsta tímabili. Getty/Chris Brunskill Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020 Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira