Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 12:15 Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði og skapar mikilvægar tekjur fyrir bæjarfélagið. vísir/vilhelm Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira