Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Áreksturinn varð skammt frá hringtorgi við Keflavíkurflugvöll laugardaginn 18. janúar. Grafík/Hafsteinn Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03