Vonar að viðtölin opni umræðuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 12:45 Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir og Magnús Valgeirsson, foreldrar Alex Grétars. Mynd/Stöð 2 „Við höfum fengið nær eingöngu góð viðbrögð,“ segir Magnús Valgeirsson, faðir Alex Grétars sem sagði sögu sína í þættinum Trans börn síðasta sunnudag. Heimildarþátturinn Trans börn gefur innsýn inn í líf fjögurra íslenskra trans barna. Fyrsti þátturinn hefur fengið mikil viðbrögð frá því hann var sýndur á sunnudag. „Hann er mjög ánægður sjálfur, alveg frá því að hann sá þáttinn fyrst,“ segir Magnús um líðan Alex Grétars eftir að þátturinn var sýndur. Þeir sem vilja sjá sögu Alex Grétars og fjölskyldu geta horft á þáttinn í heild sinni á Stöð 2 Maraþon og hér á Vísi. Sjá einnig: Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Snerist um hvað Alex vildi gera Í þáttunum sögðu foreldrar Alex Grétars frá því að þau hafi ekki treyst sér til að ala trans barn upp í „harðkjarnasamfélaginu“ í Vestmannaeyjum. Alex ólst upp í Vestmannaeyjum og Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár. Hann og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir eiginkona hans höfðu búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Vísi eftir að þátturinn var sýndur, að henni hafi ekki þótt gaman að heyra þetta en benti á að fjögur ár séu liðin síðan þau fluttu og samfélagið hafi breyst ótrúlega mikið. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Magnús segir að það hafi verið sætt af Írisi að tjá sig um málið. Hrósaði hún fjölskyldunni meðal annars fyrir hugrekkið. Hann segir að fjölskyldan sé ánægð með að hafa tekið þátt í þessu mikilvæga verkefni og eru nú spennt að horfa á sögu hinna fjölskyldnanna í næstu þáttum. „Við erum ánægð með vinnuna að þessum þætti, vinnuna, klippinguna, Sigrúnu og Svein framleiðanda. Það var mjög gott að vinna með þeim.“ Hann viðurkennir að það hafi verið aðeins erfiðara en þau áttu von á, að opna sig svona upp á gátt fyrir framan myndavélar. Þau hikuðu samt aldrei við að taka þátt. „Þetta snerist aðallega um drenginn, hvað hann vildi gera.“ Magnús vonar að þessi viðtöl verði til góðs og „opni aðeins umræðuna.“ Alex Grétar er eitt fjögurra barna sem segir sögu sína í heimildarþáttunum Trans börn,Mynd/Stöð 2 Slæm staða Mikil umræða hefur verið síðustu daga um þættina og þá staðreynd að trans teymið á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur verið lagt niður. Foreldrar trans barna hafa lýst yfir miklum áhyggjum og samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir hafa sett af stað áskorun og undirskriftarlista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við stöðunni. „Það er náttúrulega ótrúlega slæmt að þau hafi öll hætt. Það er bara þannig. Þetta er ákveðin þjónusta sem maður nýtti sér en vonandi myndar þetta einhvern þrýsting á að endurvekja þetta,“ segir Magnús um þessar fréttir. Alex Grétar og fjölskylda hafa fengið mikla aðstoð frá trans teyminu síðustu ár, enda hefur þetta verið mjög krefjandi og viðburðarríkur tími í lífi hans.Sjá einnig: Reiður og var að reyna að skaða sig Tilkynnt var svo í vikunni að Landspítalinn vinni nú að umbótum á transteymi BUGL í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Forsvarsmenn Landspítalans segja þekkinguna afskaplega sérhæfða. Þá geti verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta. „... unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Ómæld gleði „Það veldur mér því ómældri gleði að sjá trans börn og unglinga hafa tækifæri sem ég hafði ekki þegar ég var yngri—sem mæta skilningi hjá fjölskyldu, jafnöldrum og sínu nærsamfélagi. Þau börn og unglingar sem hafa tækifæri á að stíga fram geta byrjað að lifa sínu lífi sem þau sjálf mun fyrr heldur en ella og þurfa ekki að ganga í gegnum barnæsku sína og táningsár full af skömm, vanlíðan og kvíða um framtíðina,“ skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, í skoðunarpistli sem birtist á Vísi eftir að fyrsti þátturinn var sýndur. Klippa: Trans börn - Stikla fyrir þátt tvö Annar þáttur af Trans börn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 á sunnudag, hann er þó ekki í opinni dagskrá eins og fyrsti þátturinn. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Við höfum fengið nær eingöngu góð viðbrögð,“ segir Magnús Valgeirsson, faðir Alex Grétars sem sagði sögu sína í þættinum Trans börn síðasta sunnudag. Heimildarþátturinn Trans börn gefur innsýn inn í líf fjögurra íslenskra trans barna. Fyrsti þátturinn hefur fengið mikil viðbrögð frá því hann var sýndur á sunnudag. „Hann er mjög ánægður sjálfur, alveg frá því að hann sá þáttinn fyrst,“ segir Magnús um líðan Alex Grétars eftir að þátturinn var sýndur. Þeir sem vilja sjá sögu Alex Grétars og fjölskyldu geta horft á þáttinn í heild sinni á Stöð 2 Maraþon og hér á Vísi. Sjá einnig: Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Snerist um hvað Alex vildi gera Í þáttunum sögðu foreldrar Alex Grétars frá því að þau hafi ekki treyst sér til að ala trans barn upp í „harðkjarnasamfélaginu“ í Vestmannaeyjum. Alex ólst upp í Vestmannaeyjum og Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár. Hann og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir eiginkona hans höfðu búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Vísi eftir að þátturinn var sýndur, að henni hafi ekki þótt gaman að heyra þetta en benti á að fjögur ár séu liðin síðan þau fluttu og samfélagið hafi breyst ótrúlega mikið. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Magnús segir að það hafi verið sætt af Írisi að tjá sig um málið. Hrósaði hún fjölskyldunni meðal annars fyrir hugrekkið. Hann segir að fjölskyldan sé ánægð með að hafa tekið þátt í þessu mikilvæga verkefni og eru nú spennt að horfa á sögu hinna fjölskyldnanna í næstu þáttum. „Við erum ánægð með vinnuna að þessum þætti, vinnuna, klippinguna, Sigrúnu og Svein framleiðanda. Það var mjög gott að vinna með þeim.“ Hann viðurkennir að það hafi verið aðeins erfiðara en þau áttu von á, að opna sig svona upp á gátt fyrir framan myndavélar. Þau hikuðu samt aldrei við að taka þátt. „Þetta snerist aðallega um drenginn, hvað hann vildi gera.“ Magnús vonar að þessi viðtöl verði til góðs og „opni aðeins umræðuna.“ Alex Grétar er eitt fjögurra barna sem segir sögu sína í heimildarþáttunum Trans börn,Mynd/Stöð 2 Slæm staða Mikil umræða hefur verið síðustu daga um þættina og þá staðreynd að trans teymið á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur verið lagt niður. Foreldrar trans barna hafa lýst yfir miklum áhyggjum og samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir hafa sett af stað áskorun og undirskriftarlista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við stöðunni. „Það er náttúrulega ótrúlega slæmt að þau hafi öll hætt. Það er bara þannig. Þetta er ákveðin þjónusta sem maður nýtti sér en vonandi myndar þetta einhvern þrýsting á að endurvekja þetta,“ segir Magnús um þessar fréttir. Alex Grétar og fjölskylda hafa fengið mikla aðstoð frá trans teyminu síðustu ár, enda hefur þetta verið mjög krefjandi og viðburðarríkur tími í lífi hans.Sjá einnig: Reiður og var að reyna að skaða sig Tilkynnt var svo í vikunni að Landspítalinn vinni nú að umbótum á transteymi BUGL í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Forsvarsmenn Landspítalans segja þekkinguna afskaplega sérhæfða. Þá geti verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta. „... unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Ómæld gleði „Það veldur mér því ómældri gleði að sjá trans börn og unglinga hafa tækifæri sem ég hafði ekki þegar ég var yngri—sem mæta skilningi hjá fjölskyldu, jafnöldrum og sínu nærsamfélagi. Þau börn og unglingar sem hafa tækifæri á að stíga fram geta byrjað að lifa sínu lífi sem þau sjálf mun fyrr heldur en ella og þurfa ekki að ganga í gegnum barnæsku sína og táningsár full af skömm, vanlíðan og kvíða um framtíðina,“ skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, í skoðunarpistli sem birtist á Vísi eftir að fyrsti þátturinn var sýndur. Klippa: Trans börn - Stikla fyrir þátt tvö Annar þáttur af Trans börn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 á sunnudag, hann er þó ekki í opinni dagskrá eins og fyrsti þátturinn. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00