Innlent

Björguðu sjómanni vélarvana fiskibáts

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjómaðurinn var orðinn örmagna vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta og náðist að koma einum björgunarsveitarmanni um borð til að aðstoða hann.
Sjómaðurinn var orðinn örmagna vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta og náðist að koma einum björgunarsveitarmanni um borð til að aðstoða hann.

Björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum og áhöfn togarans Sóley Sigurjóns GK komu sjómanni á litlum fiskibát til bjargar í nótt. Fiskibáturinn hafði orðið vélarvana og rak hratt að landi, samkvæmt færslu á Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Þar segir að mannbjörg hafi átt sér stað í nótt.

Björgunaraðilum tókst að koma taug í bátinn og draga hann frá landi við „vægast sagt ömurlegar aðstæður“.

Sjómaðurinn var orðinn örmagna vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta og náðist að koma einum björgunarsveitarmanni um borð til að aðstoða hann.

Farið var með bátinn til Hafnarfjarðar en myndbandið hér að neðan, sem tekið var um borð í björgunarbátnum Hjalta Frey, er ætlað að gefa smá innsýn í aðstæður næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×