Fótbolti

KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu.
Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands keypti 8000 fermetra af steinull fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 26. mars næstkomandi.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þar var fjallað um undirbúning leiksins við Rúmeníu og til hvaða aðgerða verður gripið til að gera Laugardalsvöll leikfæran í tæka tíð.

Steinullin hefur ekki enn verið notuð en hugsanlega verður gripið til hennar í baráttu við frost í Laugardalsvellinum.

Dúkur verður þá lagður ofan á völlinn og steinullin þar ofan á.

KSÍ hefur einnig keypt nýja hitadúka sem verða settir á völlinn í mars. Klukkutíma tekur að rúlla þeim á völlinn og klukkutíma að rúlla þeim af honum.

Þá kemur sérstök hitapulsa til landsins þremur vikum fyrir leikinn. Fjórir starfsmenn koma með henni og vakta allan sólarhringinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×