Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Hér fagna þeir marki Bernard á móti Crystal Palace. Getty/Alex Livesey Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira