Vinnustaðir geta ekki gefið sér að enginn í hópnum glími við erfiðleika í einkalífi Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 14:00 Séra Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju segir að til hans leiti ekki síður fólk sem á erfitt með að fyrirgefa sjálfu sér eftir að hafa brugðist trúnaði maka síns. Vísir/Vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju segir fjölmenna vinnustaði ekki geta gefið sér það að enginn í hópnum glími við erfiðleika. Makalaus vinnustaðapartí geti þar af leiðandi verið viðburðir sem bjóði hættunni heim. „Til mín leitar ekki síður fólk sem á erfitt með að fyrirgefa sjálfu sér að hafa brugðist trúnaði maka síns heldur en fólk sem á erfitt með að fyrirgefa makanum brotin,“ segir sr. Davíð Þór. Þá segir sr. Davíð Þór það geta haft þveröfug áhrif á vinnustaðinn að fara með hópinn á fyllerí. Í umfjöllun um vinnustaða partí og þá kannski sérstaklega makalaus vinnustaðapartí leituðum við til séra Davíðs Þórs Jónssonar prests í Laugarneskirkju og spurðum hvernig þessi mál blasi við honum í starfi sínu sem prestur. Við spurðum sérstaklega hvort hann vissi til þess að vinnustaða partí væru að orsaka spennu í hjóna- og parasamböndum. „Það er nokkuð um að fólk leiti til prests vegna vandræða í hjónabandi, þegar samskipti eru farin að einkennast af tortryggni og traustið er farið. Gallinn er að þegar traust er farið er oft mjög lítið til ráða. Mitt samtal við hjónin snýst þá oftast um fyrirgefninguna og traustið, hvort grunnurinn sé nógu traustur til að eitthvað vit sé í að reyna að halda áfram að byggja ofan á hann. En þetta snýst ekki bara um að komast í gegn um erfiðleika og jafnvel trúnaðarbrot sem átt hafa sér stað, alloft snýst þetta líka um að horfast í augu við sjálfan sig. Til mín leitar ekki síður fólk sem á erfitt með að fyrirgefa sjálfu sér að hafa brugðist trúnaði maka síns heldur en fólk sem á erfitt með að fyrirgefa makanum brotin. Fólk á gjarnan auðveldara með að fyrirgefa þeim sem það elskar heldur en sjálfu sér að hafa brugðist þeim sem það elskar.“ En það er ekki hægt að gefa sér að á stórum vinnustöðum sé enginn í hópnum að glíma við erfiðleika í einkalífi Sr. Davíð Þór segir að vinnustaðir geti ekki gefið sér að enginn í hópnum glími við erfiðleika í einkalífi. Makalaus partí geti því í sumum tilvikum boðið hættunni heim.Vísir/Getty Fólk á gjarnan auðveldara með að fyrirgefa þeim sem það elskar heldur en sjálfu sér að hafa brugðist þeim sem það elskar Traust getur líka snúist um að treysta sjálfum sér „Partí þar sem annar aðilinn fer án hins til að sletta úr klaufunum geta vissulega valdið spennu og gildir þá einu hvort um er að ræða vinnustaða partí eða önnur. Ef tortryggni er komin í sambandið, þá yfirleitt af því að annar aðilinn hefur gefið hinum ástæðu til að vantreysta sér. Hins vegar eru vandræðalegar uppákomur í vinnustaðapartíum sérlega erfiðar vegna þess að þar er maður innan um fólk sem maður þarf síðan að umgangast og vinna með. Það getur haft mjög erfiðar afleiðingar fyrir starfsanda og jafnvel framahorfur þess sem brýtur af sér.“ Finnst þér vera greinamunur á vinnustaðapartíum þar sem makinn er með eða þeim sem eru makalaus? „Það er eðlismunur á þessu tvennu. Makalaus vinnustaðapartí bjóða hættunni heim, hættu sem reyndar á ekki að þurfa að vera fyrir hendi og er ekki fyrir hendi þar sem engir erfiðleikar eru í hjónabandinu fyrir. En það er ekki hægt að gefa sér að á stórum vinnustöðum sé enginn í hópnum að glíma við erfiðleika í einkalífi.“ Fyllerí merki um hugmyndafátækt Félagslega hliðin í vinnunni er ekki hvað síður mikilvæg fyrir flesta og segir sr. Davíð Þór mikilvægt að fólk geti hist utan vinnu til að efla hópinn og liðsheildina. „Það er mikilvægt fyrir starfsandann að hrista fólk saman utan vinnustaðarins og utan vinnutímans. Það getur líka verið mjög gott að gera það án maka, ekki síst af tillitssemi við hina einhleypu í starfsliðinu. Hins vegar ber það að mínum dómi vott um einstaka hugmyndafátækt að detta engin önnur aðferð í hug til að gera það en að fara með allan hópinn eitthvert á fyllerí.“ Hvaða ráð myndir þú gefa til fyrirtækja eða fólks um vinnustaða partí? „Það er góð hugmynd að halda árshátíðir eða samfagnað þar sem makar eru velkomnir. Það er líka góð hugmynd að brydda upp á nýjungum þar sem aðeins starfsfólkið er viðstatt, einhvers konar óvissuferðum eða skemmtilegheitum og jafnvel að veita vín í hófi til að létta aðeins andrúmsloftið. En að fara með allan hópinn á fyllerí getur haft þveröfug áhrif á móralinn.“ Vinnustaðapartí eru til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag. Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00 Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju segir fjölmenna vinnustaði ekki geta gefið sér það að enginn í hópnum glími við erfiðleika. Makalaus vinnustaðapartí geti þar af leiðandi verið viðburðir sem bjóði hættunni heim. „Til mín leitar ekki síður fólk sem á erfitt með að fyrirgefa sjálfu sér að hafa brugðist trúnaði maka síns heldur en fólk sem á erfitt með að fyrirgefa makanum brotin,“ segir sr. Davíð Þór. Þá segir sr. Davíð Þór það geta haft þveröfug áhrif á vinnustaðinn að fara með hópinn á fyllerí. Í umfjöllun um vinnustaða partí og þá kannski sérstaklega makalaus vinnustaðapartí leituðum við til séra Davíðs Þórs Jónssonar prests í Laugarneskirkju og spurðum hvernig þessi mál blasi við honum í starfi sínu sem prestur. Við spurðum sérstaklega hvort hann vissi til þess að vinnustaða partí væru að orsaka spennu í hjóna- og parasamböndum. „Það er nokkuð um að fólk leiti til prests vegna vandræða í hjónabandi, þegar samskipti eru farin að einkennast af tortryggni og traustið er farið. Gallinn er að þegar traust er farið er oft mjög lítið til ráða. Mitt samtal við hjónin snýst þá oftast um fyrirgefninguna og traustið, hvort grunnurinn sé nógu traustur til að eitthvað vit sé í að reyna að halda áfram að byggja ofan á hann. En þetta snýst ekki bara um að komast í gegn um erfiðleika og jafnvel trúnaðarbrot sem átt hafa sér stað, alloft snýst þetta líka um að horfast í augu við sjálfan sig. Til mín leitar ekki síður fólk sem á erfitt með að fyrirgefa sjálfu sér að hafa brugðist trúnaði maka síns heldur en fólk sem á erfitt með að fyrirgefa makanum brotin. Fólk á gjarnan auðveldara með að fyrirgefa þeim sem það elskar heldur en sjálfu sér að hafa brugðist þeim sem það elskar.“ En það er ekki hægt að gefa sér að á stórum vinnustöðum sé enginn í hópnum að glíma við erfiðleika í einkalífi Sr. Davíð Þór segir að vinnustaðir geti ekki gefið sér að enginn í hópnum glími við erfiðleika í einkalífi. Makalaus partí geti því í sumum tilvikum boðið hættunni heim.Vísir/Getty Fólk á gjarnan auðveldara með að fyrirgefa þeim sem það elskar heldur en sjálfu sér að hafa brugðist þeim sem það elskar Traust getur líka snúist um að treysta sjálfum sér „Partí þar sem annar aðilinn fer án hins til að sletta úr klaufunum geta vissulega valdið spennu og gildir þá einu hvort um er að ræða vinnustaða partí eða önnur. Ef tortryggni er komin í sambandið, þá yfirleitt af því að annar aðilinn hefur gefið hinum ástæðu til að vantreysta sér. Hins vegar eru vandræðalegar uppákomur í vinnustaðapartíum sérlega erfiðar vegna þess að þar er maður innan um fólk sem maður þarf síðan að umgangast og vinna með. Það getur haft mjög erfiðar afleiðingar fyrir starfsanda og jafnvel framahorfur þess sem brýtur af sér.“ Finnst þér vera greinamunur á vinnustaðapartíum þar sem makinn er með eða þeim sem eru makalaus? „Það er eðlismunur á þessu tvennu. Makalaus vinnustaðapartí bjóða hættunni heim, hættu sem reyndar á ekki að þurfa að vera fyrir hendi og er ekki fyrir hendi þar sem engir erfiðleikar eru í hjónabandinu fyrir. En það er ekki hægt að gefa sér að á stórum vinnustöðum sé enginn í hópnum að glíma við erfiðleika í einkalífi.“ Fyllerí merki um hugmyndafátækt Félagslega hliðin í vinnunni er ekki hvað síður mikilvæg fyrir flesta og segir sr. Davíð Þór mikilvægt að fólk geti hist utan vinnu til að efla hópinn og liðsheildina. „Það er mikilvægt fyrir starfsandann að hrista fólk saman utan vinnustaðarins og utan vinnutímans. Það getur líka verið mjög gott að gera það án maka, ekki síst af tillitssemi við hina einhleypu í starfsliðinu. Hins vegar ber það að mínum dómi vott um einstaka hugmyndafátækt að detta engin önnur aðferð í hug til að gera það en að fara með allan hópinn eitthvert á fyllerí.“ Hvaða ráð myndir þú gefa til fyrirtækja eða fólks um vinnustaða partí? „Það er góð hugmynd að halda árshátíðir eða samfagnað þar sem makar eru velkomnir. Það er líka góð hugmynd að brydda upp á nýjungum þar sem aðeins starfsfólkið er viðstatt, einhvers konar óvissuferðum eða skemmtilegheitum og jafnvel að veita vín í hófi til að létta aðeins andrúmsloftið. En að fara með allan hópinn á fyllerí getur haft þveröfug áhrif á móralinn.“ Vinnustaðapartí eru til umfjöllunar í Atvinnulífi á Vísi í dag.
Tengdar fréttir Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00 Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00 Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00 Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Vinnustaðapartí: Upplifun makans skiptir máli "Það er mikilvægt að þegar starfsfólk kemur heim að upplifun maka sé ekki sú að verið sé að taka af sameiginlegum tíma fjölskyldunnar,“ segir Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent um vinnustaðapartí. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tuttugu árum. 19. febrúar 2020 11:00
Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parasamböndum Dæmi eru um að fólk hafi hætt störfum í kjölfar vinnustaðapartía og þá jafnvel í kjölfar þess að hafa brugðist trausti maka síns á slíkum viðburði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir vinnustaðapartí geta valdið spennu hjá hjónum og pörum. 19. febrúar 2020 08:00
Vinnustaðapartí: Fyrirtæki velt fyrir sér að hætta að bjóða upp á áfengi Sú ,"brjálæðislega“ hugmynd hefur jafnvel komið upp hjá sumum fyrirtækjum að draga verulega úr eða láta alveg af því að bjóða upp á áfengi í vinnustaðapartíum segir Guðríður Sigríðardóttir ráðgjafi og einn eigandi Attendus. Þetta er í takt við það sem sjá má í umfjöllun erlendra miðla. 19. febrúar 2020 09:00
Rannsókn: Vinnustaðapartí algengur vettvangur kynferðislegrar áreitni Í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á vinnustöðum kemur fram að vinnustaðapartí geta verið vettvangur daðurs sem þróast í kynferðislega áreitni. Makalaus vinnustaðapartí voru nefnd sérstaklega. 19. febrúar 2020 13:00