Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 10:24 Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári. Vísir/Getty Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020 Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020
Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30