Innlent

Wuhan-veiran og áhrif eldsumbrota á alþjóðaflug í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Fréttir af jarðhræringum á Reykjanesi og Wuhan-veirunni í Kína hafa gnæft yfir öðrum fréttum vikunnar sem leið. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Þorgeir Pálsson prófessor emeritus í verkfræði við HR til sín í Víglínuna í dag til að ræða áhrif jarðhræringa á alþjóðaflugið. En Þorgeir er flugverkfræðingur og fyrrverandi flugmálastjóri og hefur meira en flestir aðrir skoðað þessi mál, ekki hvað síst út frá nauðsyn þess að hafa tvo alþjóðlega flugvelli á höfuðborgarsvæðinu.

Þá mætir Jin Zhijian sendiherra Kína á Íslandi í Víglínuna til að ræða áhrif Wuhan veirunnar á líf fólks í Kína sem og á umheiminn. En kínversks stjórnvöld hafa brugðist við með því að einangra Wuhan borg og héraðið í kring um hana. Þá hafa stjórnvöld einnig bannað hópferðir Kínverja til annarra landa. Nokkur dæmi eru um að kínverskir ferðamenn hér á landi hafi átt erfitt með að snúa aftur heim.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×