Trump sýknaður af ákærum um embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2020 21:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sýknaður af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hér sést hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi þar sem hann hélt stefnuræðu sína. Fyrir aftan sést Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata, í fulltrúadeildinni. vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður nú fyrir skömmu þegar meirihluti þingamanna öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn ákærunum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og fyrir fram var talið atkvæðagreiðslan myndi fara eftir flokkslínum, 53 Repúblikanar gegn 47 Demókrötum, en það fór ekki svo. Repúblikaninn Mitt Romney greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Demókratar greiddu hins vegar allir atkvæði með því að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan um fyrri ákæruna fór því þannig að 48 öldungadeildarþingmenn töldu Trump sekan en 52 saklausan. Atvkæðagreiðslan um seinni ákæruna fór svo eftir flokkslínum, 47 gegn 53. Þetta er í þriðja sinn sem forseti Bandaríkjanna er ákærður en Romney er fyrsti þingmaðurinn til að greiða atkvæði gegn forseta í eigin flokki. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, ákærði forsetann fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi rannsóknar þingsins. Trump var gert að sök að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum var sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA/STEPAN FRANKO Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Umdeild réttarhöld Réttarhöldin í öldungadeildinni hafa ekki verið óumdeild, þvert á móti, og frá upphafi hafa líkurnar á því að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins myndu greiða atkvæði með því að vísa Trump úr embætti verið litlar sem engar. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ljúka réttarhöldunum sem fyrst og stóðu meðal annars í vegi fyrir því að vitni yrðu kölluð fyrir dóminn. Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í kvöld hafa einhverjir Repúblikanar sagt að það hafi ekki verið rétt af Trump að þrýsta á Zelensky en það sé ekki tilefni til ákæra fyrir embættisbrot. Í sama mund hafa þingmenn gagnrýnt fulltrúadeildina fyrir að hafa ekki aflað frekari upplýsinga og rætt við fleiri vitni. Hvíta húsið neitaði alfarið að afhenda rannsakendum fulltrúadeildarinnar gögn og meinaði embættismönnum að bera vitni. Þar á meðal aðilum sem gætu varpað ljósi á málið eins og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Dómsmál standa nú yfir vegna þessa en líklegast er að fulltrúadeildin muni halda rannsókninni áfram og halda áfram að reyna að afla gagna. Frá réttarhöldunum.Vísir/AP Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður nú fyrir skömmu þegar meirihluti þingamanna öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn ákærunum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og fyrir fram var talið atkvæðagreiðslan myndi fara eftir flokkslínum, 53 Repúblikanar gegn 47 Demókrötum, en það fór ekki svo. Repúblikaninn Mitt Romney greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Demókratar greiddu hins vegar allir atkvæði með því að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan um fyrri ákæruna fór því þannig að 48 öldungadeildarþingmenn töldu Trump sekan en 52 saklausan. Atvkæðagreiðslan um seinni ákæruna fór svo eftir flokkslínum, 47 gegn 53. Þetta er í þriðja sinn sem forseti Bandaríkjanna er ákærður en Romney er fyrsti þingmaðurinn til að greiða atkvæði gegn forseta í eigin flokki. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, ákærði forsetann fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi rannsóknar þingsins. Trump var gert að sök að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum var sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA/STEPAN FRANKO Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Umdeild réttarhöld Réttarhöldin í öldungadeildinni hafa ekki verið óumdeild, þvert á móti, og frá upphafi hafa líkurnar á því að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins myndu greiða atkvæði með því að vísa Trump úr embætti verið litlar sem engar. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ljúka réttarhöldunum sem fyrst og stóðu meðal annars í vegi fyrir því að vitni yrðu kölluð fyrir dóminn. Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í kvöld hafa einhverjir Repúblikanar sagt að það hafi ekki verið rétt af Trump að þrýsta á Zelensky en það sé ekki tilefni til ákæra fyrir embættisbrot. Í sama mund hafa þingmenn gagnrýnt fulltrúadeildina fyrir að hafa ekki aflað frekari upplýsinga og rætt við fleiri vitni. Hvíta húsið neitaði alfarið að afhenda rannsakendum fulltrúadeildarinnar gögn og meinaði embættismönnum að bera vitni. Þar á meðal aðilum sem gætu varpað ljósi á málið eins og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Dómsmál standa nú yfir vegna þessa en líklegast er að fulltrúadeildin muni halda rannsókninni áfram og halda áfram að reyna að afla gagna. Frá réttarhöldunum.Vísir/AP Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira