Enski boltinn

Mamma Ca­vani segir að hann hefði getað farið til Man. United, Chelsea og Inter Miami

Anton Ingi Leifsson skrifar
Edinson Cavani, framherji PSG.
Edinson Cavani, framherji PSG. vísir/getty

Edinson Cavani hefði farið í Chelsea eða Manchester United ef hann væri að hugsa um peninganna. Þetta segir mamma framherjans.

Þessi 32 ára framherji rennur út af samningi sínum hjá PSG í sumar og var hann þar af leiðandi orðaður við brottför frá PSG í janúarglugganum.

Chelsea og United voru meðal þeirra liða sem voru orðuð við Cavani en Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni, var einnig nefnt til sögunnar.

„Edinson vildi ekki peninganna því ef hann væri bara að hugsa um þá, þá hefði hann farið til Man. United, Chelsea og Inter Miami sem buðu honum stór tilboð,“ sagði Berta Gomez, móðir framherjans, við AS.







Atletico Madrid var nálægt því að fá Cavani í janúar en það gekk ekki upp. Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, vandaði ekki Cavani kveðjurnar og kallaði hann gráðugan.

„Það er ekki útilokað að Edinson fari til Atletico Madrid í sumar ef forsetinn dregur til baka orð sín. Við skiljum ekki afhverju hann sagði svona bull. Þetta særði okkur mikið.“

„Hann ætti að segja hver ástæðan var fyrir því að hann fór ekki til Atletico. Það var í fyrsta lagi því PSG vildi ekki láta hann fara og í öðru lagi lagði Atletico aldrei fram þá upphæð sem Atletico vildi.“

„Sonur minn gerði allt til þess að komast til Atletico. Hann setti pressu á PSG með því að spila ekki og sagði við bróðir sinn að hann væri tilbúinn að lækka sig í launum,“ sagði mamma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×