Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Jakob Bjarnar skrifar
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Óverðtryggð húsnæðislán bankans eru nú komin undir fimm prósentum vaxta.
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Óverðtryggð húsnæðislán bankans eru nú komin undir fimm prósentum vaxta. visir/vilhelm

Íslandsbanki mun þann 11. febrúar næstkomandi lækka vexti. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu bankans þar sem þessi ákvörðun er kynnt með yfirskriftinni: „Óverðtryggð húsnæðislán undir 5%“.

Þessi ákvörðun kemur nú degi eftir að Seðlabankinn boðaði lækkun stýrivaxta 0,25 prósentustig. Í tilkynningunni segir að breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,20 prósentustig. Og þá lækka Ergo-bílalán og bílasamningar einnig eða um 0,25 prósentustig.

„Aðrir breytilegir vextir óverðtryggðra útlána lækka um allt að 0,25 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir lækka um allt að 0,25% prósentustig.“


Tengdar fréttir

Mesti sam­dráttur í út­flutningi í tæp þrjá­tíu ár

Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×