Viðskipti innlent

Anna Regína úr fjármálum í sölu hjá Coca-Cola

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Regína hefur unnið að hagsmunum Coca Cola og annarra gosdrykkja í eigu fyrirtækisins hér á landi síðan árið 2012.
Anna Regína hefur unnið að hagsmunum Coca Cola og annarra gosdrykkja í eigu fyrirtækisins hér á landi síðan árið 2012.

Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við nýju starfi framkvæmdastjóra sölusviðs Coca-Cola European Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá fyrirtækinu.

„Við gerðum nýverið breytingar á skipuriti fyrirtækisins og höfum nú sameinað ábyrgð á viðskiptasamningum og samstarfi við viðskiptavini undir eitt svið. Með þessari breytingu er Coca-Cola á Íslandi enn betur í stakk búið takast á á við kröfur viðskiptavina um markvisst samstarf og árangur,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Undir hið nýja svið heyra viðskipta- og sölustjórar Coca-Cola á Íslandi ásamt sölufólki.

„Anna Regína hefur náð afar góðum árangri við stjórn fjármálasviðsins og hefur víðtæka þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og þeim markaði sem við störfum á. Við báðum hana því að leiða hið nýja svið og efla sölustarfið okkar enn frekar.“

Anna Regína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi frá ársbyrjun 2018 en þar áður stýrði hún hagdeild fyrirtækisins. Hún er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hún hóf starfsferil sinn í orkugeiranum og starfaði hjá Enex og síðar Geysir Green Energy. Árið 2012 gekk hún til liðs við Coca-Cola European Partners á Íslandi (þá Vífilfell) og hefur síðan þá byggt upp víðtæka þekkingu af dagvöru- og veitingamarkaðinum.

Í tilkynningu frá CCEP kemur fram að um 170 starfsmenn starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Fyrirtækið starfrækir tvær framleiðslueiningar á Íslandi, í Reykjavík og á Akureyri. Alls starfa um 23 þúsund manns hjá Coca Cola European Partners í þrettán löndum í Vestur-Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×