„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Skjálftavirknin hefur minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram eru þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. vísir/vilhelm Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19
Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00