Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:58 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar. Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira