Fótbolti

David Silva til Spánar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
David Silva mun spila á Spáni á næstu leiktíð.
David Silva mun spila á Spáni á næstu leiktíð. Tom Flathers/Getty Images

Spánverjinn David Silva hefur ákveðið að semja við Real Sociedad sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við Manchester City rann út á dögunum en hann var í herbúðum félagsins í sléttan áratug.

Spænska félagið greindi frá þessu á vefsíðu sinni fyrr í kvöld. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem hinn 34 ára gamli Silva virtist vera svo gott sem búinn að semja við Lazio fyrir þó nokkru síðan.

Nú er ljóst að hann mun hjálpa Sociedad í baráttunni í La Liga-deildinni á næstu leiktíð en liðið lenti í 6. sæti með 56 stig, 14 stgum frá Meistaradeildarsæti.

Liðið mun þó taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð og því gæti Silva unnið Evróputitil með félaginu, eitthvað sem hann gerði aldrei á sínum tíu árum hjá Man City.

Silva skrifar undir tveggja ára samning við Sociedad. Hann lék á sínum tíma 135 landsleiki fyrir A-landslið Spánverja og gerði í þeim 35 mörk. Var hann hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari árin 2008 og 2012 ásamt því að verða heimsmeistari í Suður-Afríku árið 2010.


Tengdar fréttir

David Silva líklega til Lazio

David Silva, spænski miðjumaðurinn sem hefur leikið lykilhlutverk hjá Manchester City undanfarin 10 ár, er líklegur til að ganga til liðs við Lazio í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×